Ég hjóla mikið og nota þá göngu- og hjólastíga bæjarins. Ég fagna því að nýjum stígum hefur verið bætt við á undanförnum árum en á sama tíma virðist sem eldri stígum sé nánast ekkert viðhaldið. Hættulegar holur og skorningar leynast alltof víða og tímaspurgsmál hvenær slys hljótast af. Þannig er td stígurinn meðfram Bæjarbrautinni verulega illa farinn með miklum skorningum og stórri holu eftir ræsi sem hefur verið fjarlægt. Einnig eru stígar hjá Flataskóla illa farnir. Svona mætti lengi telja
Göngu- og hjólastígar bæjarins eru nýttir daglega af fjölda bæjarbúa og ekki síður mikilvægt að halda þeim við en að byggja íþróttahallir sem nýtast aðeins hluta bæjarbúa. Það er td sláandi að sjá flotta sparkvelli austan við Stjörnu svæðið og bera saman við ástand hluta stíganna þar í kring. Td má nefna að stígur sem liggur á bak við Flataskóla hefur aldrei verið malbikaður og er illfær hjólum hvað þá barnavögnum. Einnig má nefna að mikilvægt er að sinna líka hreinsun á stígum og fjarlægja möl
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation