Hér undir eru tillögur sem íbúar hafa sent inn sem ekki tengjast stafrænum lausnum. Þar sem þetta íbúasamráð snýr að stafrænum lausnum, eru þessar hugmyndir teknar og settar í sér hóp, en þessar hugmyndir eru að sjálfsögðu velkomnar líka. Þær verða síðan sendar á viðeigandi svið og settar í hugmyndabanka. Takk fyrir þátttökuna - ykkar rödd er afar mikilvæg.
Göngustígur Gyða Breiðfjörð Svansdóttir skrifar: Aðskilja göngustíga fyrir hjolandi umferð t.d í Lundi ,hjolin og hlaupahjol koma oftast a miklum hraða og halda að þettz sé hjolabraut og er hættulegt gagnvart gangandi folki,mikið eldra folk labbar þarna,foreldrar með börn og folk með hunda.
Tvöfalda stíga . Hjól og gangandi Jón Rafnar Þórðarson skrifar: Það er mjög mikil umferð af gangandi,hlaupandi og hjólandi á Kársnesinu. Full þörf er á að bæta stíginn og þá sérstaklega á kaflanum frá Landsrétti í austur. Eins og staðan er núna þá er þarna mikil slysahætta. Þess fyrir utan er stígurinn orðin mjög slitin og lélegur og til skammar fyrir Kópavogsbæ. Skora á bæjarfulltrúa að fara à stíginn gangandi og hjólandi og sjà með eigin augum í hvaða ástandi hann er. Vær til mjög mikilla bóta að koma þessu í feli sem allra fyrst. Þraungur og slitinn stígur er stórhættulegur og ekki bæjarprýði.
Kársnesbraut Einar Birkir Einarsson skrifar: Umferð um Kársnesbraut hefur vaxið og Gatnamótin inn á brautina erfið fyrir þá sem þurfa að komast inn á brautina. Hugmyndin gengur út á að setja upp hringtorg við Hábraut og Urðabraut til að gera umferðina skilvirkari en á sama tíma lækka hraðann á Kársnesbraut. Eins mætti fjölga innkeyrslum inn í Naustavör, það er mikil umferð um þá einu götu sem er inn í hverfið.
Hringtorg Kristinn Þór Jóhannesson skrifar: Tillaga um hringtorg á Arnarnesvegi niður Lindarveg, þyrfti að vera hægt að taka vinstri beygju inní Lindahverfið í stað þess að aka í gegnum Bæjarlindina en þar er næg umferð fyrir. Dreifa umferðaálagi um Lindahverfið.
Ljós á gangbraut í Baugakór Katrín Ósk Þorbergsdóttir skrifar: Setja ljósastaur á gangbraut í Baugakór sem mörg börn fara yfir á hverjum degi og bílar eiga erfitt með að sjá börnin fyrr en þau eru komin út á miðja gangbraut. Bílar sjá ekki börnin fyrr en of seint þegar þau eru á miðri gangbrau
Í hjarta Kópavogs: Tónlistarhátið Aníta Rut Hilmarsdóttir skrifar: Hafa tónlistarhátíð eins og Hjarta Hafnarfjarðar, bæjar og tónlistarhátíð. Tónleikar haldnir úti í tjöldum. Myndi auka stemningu og sameina Kópavogsbúa. Mun auka mannlíf og menningu í Kópavogi.
Hundasvæði/hundagerði Hjördís Anna Matthíasdóttir skrifar: Girt hundasvæði fyrir hundaeigendur í kópavogsbæ. Engin hundasvæði eru í kópavogi og langt fyrir þá sem búa þar að fara á næsta svæði. Jóna Kristín Jónsdóttir skrifar: Vantar hundagerði og sleppisvæði í kópavogi. Gott að hafa allavegana hundagerði svo ég þurfi ekki alltaf að fara út úr bænum ef ég vil hafa hundinn lausan til að geta leikið við hann. Finna svæði fyrir hundagerði í bænum.
Elliðavatn Sonja Aðalbjörg Gylfadóttir skrifar: Göngustíg í kringum vatnið / meðfram því, ekki inní hverfum eins og nú er. Fallega göngubrú yfir stífluna svo hægt væri að ganga stíflugarðinn norðan megin við vatnið. Setja fleiri bekki í hvörfin, við vatnið og í hverfinu. Setja fleiri hraðahindranir í hvörfin, meðalhraði er víða 60-70 plús !! Göngustígur með fram vatninu gagnast öllum Kópavogi, með fallegri útivistarsvæðum á landinu. Göngustígur með fram vatninu gagnast öllum Kópavogi, með fallegri útivistarsvæðum á landinu.
Perur í ljósastaura Þórir Bergsson skrifar: Ég bý í Salahverfi. Oft hef ég sent ábendingar um að perur vanti í ljósastaura en viðbrögð hafa látið á sér standa. Enn eru staurar ljóslausir sem ég benti á í fyrravetur. Úr þessu mætti bæta. Götulýsing er mikilvæg. Mikið af börnum á gangi í myrkrinu á leið skóla á morgnana.
Hjólhýsastæði Þórunn Björg Ásmundsdóttir skrifar: Skipulagt stæði fyrir hjólhýsi.
Kópavogslaug Áslaug Lovísa B Gunnarsdóttir skrifar: Það er oft lítið til af sápu í sturtunni sem má bæta. Einnig stendur hurðin í búningsklefanum alltaf opin (leifar frá Covid) - það þarf lítið til að gæjari geti kíkt inn í klefann
Bókasafnið Dagný Hreinsdóttir skrifar: Hafa bókasafnið opið á sunnudögum, og þá jafnvel styttri opnunartími t.d. á mánudögum, og opið til kl.20 einu sinni í viku (t.d. á þriðjudögum). Aukin þjónusta við bæjarbúa, hægt að fara með börnin á bókasafnið á sunnudögum þegar flestir eru í fríi. Elma Lára Auðunsdóttir skrifar: Já opið á sunnudögum það væri vinsælasti dagurinn!
Vantar nauðsynlegt undirgöng sem tengir Bæjarlind saman við Smáralind. Þarna eru tvö hverfi sem er ekki hægt að komast á milli nema á einkabíl, þó það sé bara örstutt þarna milli. Auk þess þarf að bæta öryggi gangandi vegfaranda undir brúnni við Skógarlind, þar er oft fólk að fara yfir götuna yfir í Smáratorg og það er hættulegt og engin örugg leið þarna undir.
V götumyndar Gunnhildur Harpa Hauksdóttir skrifar: Ég bý á horni Auðbrekku og Löngubrekku, ásýnd Auðbrekku sérstaklega, er þannig að ég skammast mín fyrir götuna, gatan er undirlöggð leiguhúsnæði sem ég stórefa að allt sé löglegt? Það er eins og bæjaryfirvöld hafi kastað inn handklæðinu og gefist upp á að koma hverfinu í þá mynd sem varð þess valdandi að ég keypti upphaflega. Miðað við nýjan miðbæ sem koma á rétt fyrir ofan Auðbrekkuna, hlýtur kjörnum fulltrúum að ofbjóða aðkoman að götunni. Mér líður eins og ég hafi verið leidd í gildru, þegar ég flyt inn 2017 var allt á uppleið í hverfinu, Covid auðvitað hafði sín áhrif, en nú er orðið ansi langt síðan uppbygging hefði getað haldið áfram, á meðan skríður upp eftir götunni óþrifnaður og misjöfn umgengni, kvöldhljóðin eru rifrildi og öskur. Ekki langt síðan mótórhjólaklúbbur hélt veislu og lögregla lokaði götunni þess vegna! Umferðaróhapp varð fyrir nokkrum dögum á horni Auðbrekku og þar eru enn ummerki, brotin ljós og önnur glerbrot,
Göngubrú yfir Kársnesbaraut. Bergþór Skúlason skrifar: Setja göngu og hjólabrú yfir Kársnesbraut. Það er mikil umferð bæði gangandi og hjóla yfir þunga umferðagötu.
Leiksvæðið á Víghól Jara Fatima Brynjólfsdóttir skrifar: Bæta má leiksvæðið á Víghól. Risa svæði sem er lítið er nýtt í dag. Frábært væri að blása smá lífi í svæðið hvort sem það sé með betri leiktækjum, hoppubelg eða slíkt.
Hoppubelgur við Leikskólan Sólhvörf Magnús Þór Magnússon skrifar: Túnið fyrir neðan Sólhvörf er tilvalið fyrir hoppubelg. Löngu tímabært! Það er enginn belgur hérna megin í hverfinu.
Guðmundarlundur Sigsteinn Sigurbergsson skrifar: Betri veg og bílastæið hjá Guðmundarlundi. Þröngur vegur og oft ekki bílastæði ( of fá stæði)
Kópavogslaug Bjarney Þórarinsdóttir skrifar: Kaldir pottur eins og er í Salarlaug og infra rauður sánaklefi. Setja kaldan pott eins og er í Salarlaug og infra rauðan klefa.
Infrarauð Jóna Kristín Jónsdóttir skrifar: Fá infrarauða sauna við sundlaugarnar. GOTT FYRIR HEILSUNA DREGUR ÚR VERKJUM OG BÓLGUM .
Hoppubelg í Hjallahverfið Hafdís Lind Björsdóttir skrifar: Við erum með frábært útisvæði í Hjallahverfi sem krakkarnir nýta sér, en það vantar eitthvað sem fær þau til að njóta sín enn betur og hvetur til útiveru. Hoppubelgur myndi skapa líflegt og skemmtilegt umhverfi þar sem börn á öllum aldri geta leikið sér saman, styrkt hreyfifærni sína og fengið útrás fyrir orku. Þetta væri frábær viðbót við hverfið og myndi gera útisvæðið enn meira aðlaðandi fyrir fjölskyldur. Hvetur börn til aukinnar hreyfingar og útiveru.Styrkir félagsfærni, þar sem börn spila saman og mynda vinatengsl. Bætir nýtingu útisvæðisins og gerir það meira aðlaðandi fyrir fjölskyldur. Eykur öryggi með því að hafa áhugavert leiksvæði á skipulögðu svæði í stað þess að börnin leiki sér annars staðar. Er vinsælt víða annars staðar og hefur reynst mjög vel í sambærilegum hverfum.
Göngubrú frá Bæjarlind og yfir í Smàralind Ásdís Hafliðadóttir skrifar: Eg tel að þessi hugmynd myndi tengja þessi hverfi mun betur og auka við þjónustumöguleika fyrirtækjaeigenda í Bæjarlind, einnig öryggi barna sem þurfa núna að fara í gegnum smàralindina og undir brú hjá miklum umferðar þunga. Guðlaug Ósk Gunnarsdóttir skrifar: Ég er sammála og þetta auðveldar allt aðgengi. Breyta hafnarbraut í einstefnugötu og fjölga bílastæðum þannig að atvinnustarfsemi og íbúabyggð fari vel saman. Bílastæðismálin eru vandamál og hér er byggt of þétt og of margar íbúðir. Það geta ekki allir valið bílalausan lífsstíl og það er fólkið sem á að velja ekki pólitíkin og skipulagið. Það eru líka lífsgæði að fá fólk í heimsókn og geta lagt bílnum sínum í stæði án þess að rúnta um hverfið í hálftíma.
Strætó í Austurkór Guðmundur Anton Helgason skrifar: Strætó gangi í Austurkór.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation