systkinaforgangur í leikskólum

systkinaforgangur í leikskólum

Koma systkinaforgangi aftur á. Tæknin ætti að geta sagt ykkur að systkinaforgangur er umhverfisvænni, betri fyrir börnin, betri fyrir fjölskyldurnar, betri fyrir leikskólana, betri fyrir leikskólakennarana og betri fyrir vinnumarkaðinn. Prove me wrong.

Points

Umhverfi: Án systkinaforgangs þurfum við tvo bíla, fjóra bílstóla og keyra auka 5 km á dag. Barnið: Án systkinaforgangs fá systkinin ekki að vera saman. Annað barnið er í leikskóla lengra í burtu og þarf annað hvort að skipta um skóla að ári eða halda áfram með börnum sem fara í annan leikskóla. Aðlögun gengur verr. Fjölskyldan: Án systkinaforgangs eyða foreldrarnir miklum tíma í vinnu heima eftir að vinnudeginum er lokið eða um helgar. Fleiri starfsdagar, fleiri jólaböll, fleiri sveitaferðir. Meiri streita, meiri kvíði, minni hvíld. Leikskólinn og starfsfólk: Án systkinaforgangs eru leikskólarnur opnir lengur. Aðlögun nýrra barna gengur hægar, lítið systkini þekkir svæðið og kennara stóra systkini síns. Foreldrarnir geta ekki verið í tveimur foreldrafélögum. Atvinnumarkaður: Fleiri starfsdagar, fleiri aðlögunardagar, fleiri uppákomur tengdar leikskólum, kaffi, böll, foreldrafundir. Starfsmaður er þreyttur og finnur fyrir streytu.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information