Geta fengið tilkynningar um t.d. ef kalt vatn er tekið af án þess að vera skráð hjá ja.is Símanúmer eru skráð á þjónustgátt Kópavogsbæjar og ætti því að vera vel hægt að senda tilkynningar á það símanúmer. Tölvupóstur væri líka fínt eða tilkynning í gegnum island.is appið.
Ég ætti ekki að þurfa vera með símanúmerið mitt skráð hjá einkareknu fyrirtæki til að fá tilkynningar frá Kópavogsbæ þegar þau hafa þessar upplýsingar nú þegar.
Flott að samþætta tilkynningar frá kópavogsbæ með Island.is - búa til kort eftir lögheimilisnúmerum þjóðskrár ef þau eru ekki þegar til
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation