Gangbraut/undigöng undir flóttamannaveg

Gangbraut/undigöng undir flóttamannaveg

Þó vegurinn sé á ábyrgð Vegagerðarinnar ætti Garðabær að beita sér mun harðar í því að fá að setja hraðahindranir og gangbrautir yfir veginn við lækinn. Eða jafnvel undirgöng sem væru auðvitað öruggast af öllu. Það eru tveir leikskólar í Vífilstaðaholtinu ásamt einum grunnskóla og það er mikil hætta þarna við veginn til að komast að útivistarparadísinni við Vífilstaðavatn.

Points

Það eru forréttindi að búa við Heiðmörk og Vífilsstaðavatn, en til að njóta útivistar þar án hindrana þarf örugga og góða tengingu. Vegurinn að svæðinu er stórhættulegur bílar aka of hratt og skortur á hraðahindrunum, gangbrautum eða undirgöngum. Með úrbótum myndi aðgengi batna ekki aðeins fyrir íbúa heldur einnig fyrir leik- og grunnskóla sem gætu nýtt svæðið betur til útikennslu.

Vonandi þarf ekki að bíða eftir slysi til að þetta verði lagað, allt of mikilll hraði er á veginum og sjónlína óörugg þegar maður þarf að hlaupa þarna yfir.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information