Á fallegum haust- og vetrarkvöldum (og síðdegis) er fátt betra en að fara í sund og krækja sér í lífsnauðsynlegt sólarvítamín! Hins vegar eru allir pottar í Salalaug í skugga á þessum tíma, EN það er nægt pláss til að skella niður góðum potti hinum megin við sundlaugina þar sem væri hægt að njóta sólar á kvöldin. Ef það er eitthvað sem okkur vantar á veturna þá er það birtan <3
Frábær hugmynd, hef einmitt oft hugsað þetta líka. Fjöldinn sem sækir laugina er líka orðinn það mikill að það veitti ekki af fleiri pottum.
Sól og birta á veturna færir manni gleði í hjarta og D-vítamín í kropp.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation